Um okkur

Við hjá Studio Streams tökum að okkur ráðgjöf og sölu á notuðum vel með förnum hágæða hönnunar flíkum og aukahlutum.
Hjá okkur geta þínar gersemar eignast verðskuldað framhaldslíf.

Aldrei hefur þörfin verið meiri á endurnýtingu, vistvænni hugsun og ábyrgum neysluvenjum sem og framleiðslu. En með hugsjónum hringrásarhagkerfisins má glæða gömlum munum nýtt líf.

Með fjárfestingu í vandaðri, notaðri vöru ertu ekki einungis að veita henni framhaldslíf og tryggja henni áframhaldandi notkun heldur einnig að styðja við vistvæna sjálfbærni.

Við hjá Studio Streams sérhæfum okkur í ráðgjöf og umboðssölu á notuðum hágæða hönnunarvörum svo sem fatnaði, skóm, töskum og aukahlutum.

Ferlið okkar hefst ávallt á viðtalstíma þar sem við förum yfir þær vörur sem þú vilt selja og aðstoðum við þig við að velja þær sem teljast söluvænlegastar.
Að viðtalstíma loknum förum við yfir vöruvalið og framkvæmum ítarlegt ástandsmat og upprunavottum þær sem þarf.
Einnig könnum við gangverð á sambærilegum vörum og söluverð á þínum vörum skoðað út frá ástandi, framboði og eftirspurn.
Endanlegt verðmat okkar er lagt á vörurnar eftir því ferli loknu.

Þjónusta Studio Streams felur í sér alla vöruljósmyndun, samfélagsmiðlun, vörslu, sölu og afhendingu á þinni vöru.
Við tryggjum öllum okkar viðskiptavinum trúnaði og sjáum alfarið um öll samskipti milli seljanda og kaupanda.
Trúnaður, traust og öryggi einkennir okkar þjónustu.

Studio Streams tekur 20% þóknunargjald af allri sölu.
En meðan sölusamningur er í gangi er með öllu óheimilt að selja vörunar á öðrum vettvangi eða auglýsa með öðru en okkar efni.
Ef fallið er frá sölu eða sölusamningur ekki virtur áskilur Studio Streams sér rétt til að innheimta ráðgjafagjald að upphæð 4.900kr – fyrir grunnþjónustu og viðtalstíma sem og að rifta samningnum.

Ef þú hefur áhuga á að nýta þér þjónustu okkar þá geturu haft samband við okkur:
arna@studiostreams.is

Einnig er hægt að skoða instagram okkar og senda einkaskilaboð þar:
@studio_streams