Skilmálar

Skilmálar:
Studio Streams heitir seljanda sem og kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

Afhending vöru til sölu:
Vöru þarf að skila af sér ú söluhæfu ástandi, hreinar og án alvarlegra útlitsskemmda.
Þær vörur sem afhendar eru í óhreinar til Studio Streams eru settar í hreinsun á kostnað seljanda. *Mikil lykt eða sjáanleg óhreinindi.
Ef vörur eru með minniháttar skemmdir, lausar tölur, lausan fald, saumsprettu eða slíkt getum við boðið uppá þá þjónustu að lagfæra gegn gjaldi, en við erum í samstarfi við fagaðila.

Skil:
Þær vörur sem keyptar eru hjá Studio Streams eru notaðar og fæst því hvorki skipt né skilað.
Varan er notuð og er keypt í því ástandi sem hún er í og er því á ábyrgð kaupanda eftir greiðslu.

 Verð:
Vinsamlegast athugið að verð geta breyst fyrirvaralaust.
Verðin sem eru uppgefin á heimasíðu okkar eru með virðisaukaskatti inniföldum.

Póstsendingar:
Sendingarkostnaður leggst á pöntun áður en greiðsla fer fram.
Þeim pöntunum sem er dreift er af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
Studio Streams ber því enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá lager Studio Streams til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Hægt er að greiða 590 kr. fyrir rekjanlegt bréf.

Allar pantanir eru afgreiddar 2-4 dögum eftir pöntun.
Viðkomandi fær tilkynningu þegar pöntun hefur verið tekin saman og er tilbúin til afhendingar eða undir útkeyrslu/ póstsendingu.
Ef vara sem er búið að greiða fyrir reynist uppseld, vegna skekkju í birgðarstöðu, verður haft samband við viðkomandi og bakfærsla framkvæmd.

 

Greiðsla á söluhagnaði:
80% söluhagnaðar greiðist út á tveggja vikna fresti. Fyrsta og þriðja mánudag hvers mánaðar.
Ekki er hægt að óska eftir greiðslu á söluhagnaði fyrir þann tíma.